Lagt fram.
Friðþjófur Helgi Karlsson fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er áhyggjuefni hversu fáir sóttu um stöðu leikskólastjóra við Hraunvallaskóla. Það er því miður í takt við það sem hefur verið að gerast annars staðar þar sem slíkar stöður eru auglýstar. Rætt er um í faghópi stjórnenda í leikskólum að miklu álagi sem fylgir starfinu í dag m.a. vegna þess hve illa gengur að manna stöður í leikskólum með fagmenntuðu starfsfólki sé um að kenna. Það er mikilvægt að leitað sé allra leiða til að gera stjórnunarstörf á leikskólum bæjarins sem eftirsóknarverðust. Þannig er líklegra en ella að til starfans fáist öflugir og reynslumiklir einstaklingar til hagsældar fyrir starfsfólk og nemendur í leikskólum bæjarins.