Samgöngustyrkur, tillaga
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3588
4. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fyrirspurn bæjarráðsfulltrúa Samfylkingar. Á fundi bæjarráðs þann 29. ágúst 2019 kynnti mannauðsstjóri tillögu að útfærslu tilraunaverkefnis vegna fyrirkomulags samgöngustyrkja. Skv. minnisblaði dags. 20. febrúar 2020 kemur fram að í tilraunaverkefninu hafi greiðsla verið 6.000 kr. á mánuði fyrir starfsfólk í 50-100% starfshlutfalli og 3.000 kr. á mánuði fyrir starfsfólk í starfshlutfalli undir 50% Óskað er eftir upplýsingum um stöðu verkefnisins í dag. Leiddi tilraunaverkefnið til þess að samgöngustyrkir væru teknir upp? Ef já, hver er upphæð samgöngustyrkja í dag? Ef nei, hvers vegna ekki?
Svar

Lögð fram svör við fyrirspurn.

Fulltrúi Samfylkingarinnar lýsir vonbrigðum með að verkefninu hafi ekki verið haldið áfram og leggur til að sú ákvörðun verði tekin til endurskoðunar. Samgöngustyrkir eru víða nýttir í stofnunum í dag og ætti að vera góð hvatning til starfsfólks Hafnarfjarðarbæjar um umhverfisvænni ferðamáta.
Adda María Jóhannsdóttir