Sterkasti maður Íslands
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 753
22. maí, 2019
Annað
Fyrirspurn
Magnús Ver óskar eftir í tölvupósti dags. 20 maí sl. að halda keppnina: "Sterkasti maður á Íslandi" á Víðistaðatúni og á Hamrinum þann 1. júní nk. og á hafnarbakkanum við minnismerkið þann 2. júní nk.
Svar

Leyfið er veitt með skilyrðum um góða umgengni, eins litla röskun og unnt er og að allt verði lagað sem raskað verður. Þar sem Hamarinn er friðlýstur verður sérstaklega að gæta þess að valda ekki mengun, spjöllum eða neikvæðum umhverfisáhrifum. Hafnarfjarðarbær ber ekki ábyrgð á neinu tjóni sem kann að hljótast vegna keppninnar.
Allt rusl og drasl skal fjarlægt og svæðin skilin eftir í sama ástandi og fyrir keppni.