Fyrirspurn
Tillaga frá Ungmennaráði.
1. Lagt er til að laga svæðið við Ástjörn þar sem flæðir yfir eftir miklar rigningar.
Hætta skapast fyrir bæjarbúa, fullorðna jafnt og börn.
Ágæti bæjarstjóri, bæjarfulltrúar, fulltrúar í Ungmennaráði Hafnarfjarðar og aðrir gestir.
Mig langar að ræða við ykkur um Ástjörn sem stækkar alltaf á veturnar. Þegar það rignir á veturnar stækkar tjörnin töluvert og fer inná göngustíga. Einnig frýs oftast yfirborðið á vatninu og þá finnst krökkum mjög gaman að skauta. En það er alls ekki hættulaust. Klakinn sem myndast er mjög sjaldan gegn frosinn og stafar því mikil hætt á því að krakkar detta ofan í djúpt ískalt vatnið. Stundum er vatnið dýpra en einstaklingurinn og er það því stórhættulegt ef einstaklinguinn dettur útí. Þetta svæði er í eigu Hauk en ef þeir ætla að nota það þá þurfa þeir hvort eð er að breyta svæðinu því eins og staðan er núna er svæðið ónothæft. Ég er með nokkrar hugmyndir um hvernig er hægt að bæta þetta. Þar á meðal eftirfarandi.
Það er hægt að setja flóðvarnargarð svo það leki ekki á svæðið. Það þarf þá að finna vatninu annan farveg.
En svo er líka hægt að dýpka Ástjörn einhverstaðar en það myndi mögulega trufla fuglalífið á svæðinu.
Hér er önnur hugmynd sem er svolitið erfið í framkvæmd en væri samt hægt að nota. Við gætum hækkað svæðið upp sem fer alltaf undir vatn á veturnar, þá værum við allt vatnið sem safnast þar upp en enn og aftur þyrfti þá að finna vatninu nýjan farveg.
Hafnarfjaðarbær gæti starfað með Haukum til þess að laga þetta svæði en aðal málið er að gera eitthvað í því sem fyrst.