Leyfin eru veitt með skilyrðum um góða umgengni, eins litla röskun og unnt er og að allt verði lagað sem raskað verður. Hafnarfjarðarbær ber ekki ábyrgð á neinu tjóni sem kann að hljótast vegna keppninnar.
Allt rusl og drasl skal fjarlægt og svæðin skilin eftir í sama ástandi og fyrir keppni. Hvað varðar afnot af salernum þá skal hafa samráð við Hraunbúa þar sem þeir eru umsjónaraðilar. Eins skal hafa samband við HS veitur ef þörf er á rafmagni. Hvað varðar bílastæði við kirkjuna skal haft samráð við Víðistaðakirkju með þau. Bent er auk þess á að gera má ráð fyrir tjaldgestum á tjaldsvæði og taka verður tillit til þeirra.