Hvassahraun,flugvöllur,uppbygging,efnahagsleg áhrif á Hafnarfjarðabæ
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1828
12. júní, 2019
Annað
Fyrirspurn
Fulltrúi Viðreisnar leggur fram eftirfarandi tillögu.
Úttekt: Efnahagsleg áhrif uppbyggingar flugvallar í Hvassahrauni á Hafnarfjarðarbæ
Lagt er til að Hafnarfjarðarbær ráði aðila til þess að leggja mat á þau hagrænu tækifæri Hafnarfjarðarbæjar af mögulegri uppbyggingu flugvallar í Hvassahrauni. Annars vegar væri skoðaðar líklegar sviðsmyndir af auknum útsvarstekjum bæjarins og hinsvegar tekjur af lóðasölu vegna meiri ásóknar í samgöngutengdum atvinnulóðir í bænum. Úttektin skal miða við fjórar sviðsmyndir: A) ábata af nýjum kennslu og æfingavelli B) ábata af nýrri miðstöð fyrir innanlandsflug og C) ábata af nýjum alhliða alþjóðaflugvelli. D) ábata af nýjum alhliða alþjóðaflugvelli og stórskipahafnar að Óttarstöðum.
Svar

Til máls tekur Jón Ingi Hákonarson. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson.

Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

Til máls tekur Sigurður Þ. Ragnarsson. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri. Sigurður svarar andsvari.

Forseti ber upp tillögu um að málinu verði vísað til bæjarráðs, er það samþykkt samhljóða.