Fulltrúar Bæjarlistans, Samfylkingar og Viðreisnar leggja fram eftirfarandi bókun:
Í samanburði við önnur stærri sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hefur Hafnarfjörður setið eftir hvað varðar uppbyggingu íbúðahúsnæðis á undanförnum árum.
Samkvæmt framangreindum upplýsingum var lóðum með byggingarheimildum fyrir 221 íbúð úthlutað í Skarðshlíð haustið 2016. Nú fjórum árum seinna eru einungis hafnar framkvæmdir við 40% íbúðanna.
68 íbúðir eru á byggingarstigi 2 þ.e. komnar með sökkul og 19 íbúðir á byggingarstigi 4 þ.e. orðnar fokheldar. Á árunum 2017 ? 2020 hefur 139 íbúðum til viðbótar verið úthlutað í Skarðshlíð og hefur lokaúttekt einungis farið fram á 19 þeirra.
Þetta er dapurleg tölfræði sem núverandi meirihluti bæjarstjórnar ber fulla ábyrgð á.
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:
Meirihlutinn hefur unnið ötullega að því að skipuleggja nýbyggingarsvæði ásamt þéttingarreitum. Nú þegar rúm tvö ár eru liðin af kjörtímabilinu hefur lóðum undir mörg hundruð íbúðir verið úthlutað, m.a. í Skarðshlíð og Hamranesi. Framkvæmdir fara að hefjast í Hamranesi, en þar er nú unnið við gatnagerð. Ánægjulegast er að sjá hve vel gengur við uppbyggingu í Skarðshlíðinni þar sem allt fór á fljúgandi ferð þegar raflínurnar voru loks færðar og framkvæmdir við Ásvallabraut voru samþykktar og fóru í framkvæmd. Við Hafnfirðingar munum sjá kröftuga uppbyggingu íbúðarhúsnæðis víðsvegar um bæinn á næstu mánuðum. Staðreyndirnar tala sínu máli.