Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarson.
Einnig tekur Ingi Tómasson til máls.
Einnig tekur til máls, Sigríður Kristinsdóttir staðgengill bæjarstjóra.
Til máls öðru sinni tekur Guðlaug Kristjánsdóttir og leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:
"Bæjarfulltrúi Bæjarlistans óskar eftir upplýsingum um stöðu uppbyggingar á vegum Skarðshlíðar íbúðafélags hses á lóðunum Hádegisskarði 12 og 16. Um er að ræða nýsköpun á vegum Hafnarfjarðarbæjar hvað varðar umgjörð og utanumhald rekstrar sem og framtíðar leigukjör og til mikils að vinna að þetta verkefni raungerist sem allra fyrst, ekki síst með það fyrir augum að rekstrarformið geti orðið til að hvetra aðra aðila til hagkvæmrar uppbyggingar á íbúðum af stærðargráðu sem sífellt er eftirspurn eftir.
Í frétt á heimasíðu bæjarins frá 28. maí 2018 segir:
Til stendur að byggja 12 íbúðir á lóðunum Hádegisskarð 12 og 16 í Skarðshlíð samkvæmt útboðslýsingu og á að skila þeim fullbúnum. Um er að ræða 6 tveggja herbergja 50 m2íbúðir, 4 þriggja herbergja 60 m2 íbúðir og 2 fjögurra herbergja 80 m2 íbúðir, sex íbúðir á hvorri lóð.
Hafnarfjarðarbær hefur stofnað sjálfseignarstofnun sem byggir á lögum um almennar leiguíbúðir sem leigjendurnir sjálfir koma til með að stjórna en bæjarfélagið mun eiga aðild að. Byggingarkostnaður húsnæðisins er 307,9 milljónir króna, Íbúðalánasjóður hefur samþykkt stofnstyrk uppá 50 milljónir króna og Hafnarfjarðarbær 36,9 milljónir. Húsaleiga mun standa undir afborgunum af lánum, fjáramagnsgjöldum og rekstrarkostnaði húsnæðisins en vera heldur lægri en gengur og gerist þar sem eingöngu þarf að taka lán fyrir 70% af byggingarkostnaði. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í sumar."
Því er nú spurt: hver er staðan varðandi byggingarleyfi og áætlun um upphaf og lok framkvæmda við þessar íbúðir?
Óskað er eftir að svör við fyrirspurninni verði lögð fram í bæjarráði við fyrsta tækifæri."