Skarðshlíð, framkvæmdir
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 679
18. júní, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram svar við fyrirspurn Sigurðar P Sigmundssonar varðandi framkvæmdir í Skarðshlíðarhverfi, sjá fylgiskjal.
Svar

Fulltrúi Bæjarlistans leggur fram eftirfarandi bókun: Haustið 2016 úthlutaði Hafnarfjarðarbær 8 lóðum í Skarðshlíð undir fjölbýlishús, samtals 221 íbúð til fjögurra verktaka. Þar af var 125 íbúðum úthlutað til eins verktaka. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ hefðu 189 íbúðir átt að vera fokheldar (byggingarstig 4) í nóvember 2018 og 32 íbúðir fokheldar í lok febrúar 2019 sé tekið mið af útboðsskilmálum. Engin þessara íbúða er fokheld í júní 2019. Langflestar íbúðirnar eru á byggingarstigi 2 þ.e. einungis komnir sökkulveggir. Ljóst er að mikill seinagangur hefur orðið á framkvæmdum. Fulltrúi Bæjarlistans beinir því til bæjaryfirvalda að sjá til þess með öllum tiltækum ráðum að framkvæmdir verði eftirleiðis í samræmi við útboðsskilmála. Fráleitt að einstakir verktakar geti með seinagangi sínum komist upp með að tefja eðlilega uppbyggingu íbúðahúsnæðis í bænum. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Miðflokksins taka undir þessa bókun.