Landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 682
27. ágúst, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf Skógræktarinnar dagsett í júní 2019 til upplýsinga um landshlutaáætlanir og fyrirhugaðar kynningar og samstarf við sveitarfélög, skógarbændur og aðra hagsmunaaðila. Umhverfis- og framkvæmdaráð bókaði eftirfarandi á fundi sínum þann 14.8.sl. "Umhverfis og framkvæmdaráð áréttar mikilvægi þess að skipulagt verði svæði í upplandi Hafnarfjarðar fyrir loftlagsskóg."
Svar

Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsþjónustu að vinna að útfærslu þeirra hugmynda sem fram koma í bréfi skógræktarinnar.