Fyrirspurn
1. liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 17.nóvember sl.
Lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu hafnarsvæðis. Breytingin nær til suður og austur hluta Suðurhafnar, Flensborgarhafnar og strandlengju meðfram Strandgötu í átt að miðbæ Hafnarfjarðar. Í breytingartillögunni felst að marka stefnu um þéttingu byggðar á svæðinu og breyta landnotkun í samræmi við stefnuna. Skipulags og byggingaráð samþykkti á fundi sínum 16. nóvember sl. að auglýsa skipulagsbreytinguna og vísaði tillögunni til staðfestingar í hafnarstjórn. Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi mætti til fundarins.
Hafnarstjórn samþykkir framlagða tillögu að aðalskipulagi og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.