Hafnarsvæði, Aðalskipulagsbreyting
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1880
24. nóvember, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
1. liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 17.nóvember sl. Lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu hafnarsvæðis. Breytingin nær til suður og austur hluta Suðurhafnar, Flensborgarhafnar og strandlengju meðfram Strandgötu í átt að miðbæ Hafnarfjarðar. Í breytingartillögunni felst að marka stefnu um þéttingu byggðar á svæðinu og breyta landnotkun í samræmi við stefnuna. Skipulags og byggingaráð samþykkti á fundi sínum 16. nóvember sl. að auglýsa skipulagsbreytinguna og vísaði tillögunni til staðfestingar í hafnarstjórn. Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi mætti til fundarins.
Hafnarstjórn samþykkir framlagða tillögu að aðalskipulagi og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Svar

Til máls tekur Ingi Tómasson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu hafnarstjórnar.