Hafnarsvæði, Aðalskipulagsbreyting
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 723
15. desember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir á ný breyting á aðalskipulagi hafnarsvæðisins. Skipulagslýsing breytingarinnar hefur verið í kynningu. Ábendingar hafa borist. Lögð fram drög að greinargerð aðalskipulagsbreytingarinnar ásamt uppdrætti þar sem tekið er mið af framkomnum ábendingum.
Svar

Skipulags- og byggingarráð vísar drögum greinargerðar aðalskipulags Hafnarsvæðis til Hafnarstjórnar.
Samkvæmt rammaskipulagi fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði er gert ráð fyrir íbúðabyggð í næsta nágrenni við iðnaðar og þjónustulóðir á hafnarsvæðinu. Móta þarf stefnu um það hvers konar starfsemi má vera á svæðinu og gera þarf kröfur um frágang lóða og mannvirkja og mengunarvarnir. Því væri eðlilegt að gera einhverjar kröfur í þá átt þegar skipulagsbreytingar eru samþykktar á aðliggjandi svæðum. Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð um frágang lóða, mannvirkja og mengunarvarna.