Hafnarsvæði, Aðalskipulagsbreyting
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1893
31. ágúst, 2022
Samþykkt
Fyrirspurn
1. liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 26.ágúst sl. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa við athugasemdum sem bárust við tillögu á breytingu á hafnarsvæði á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025. Tillagan var auglýst tímabilið 16.3-27.4.2022. Athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingaráð samþykkti á fundi sínum 25. ágúst sl. að taka undir umsögn skipulagsfulltrúa vegna framkominna athugasemda og vísar til staðfestingar hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn samþykkir framlagða umsögn skipulagsfulltrúa og auglýsta tillögu og vísar málinu til staðfestingar í bæjarstjórn.
Svar

Hildur Rós Guðbjargardóttir tekur til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kemur til andsvars.

Guðmundur Árni Stefánsson tekur til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs og hafnarstjórnar.

Fulltrúar Samfylkingarinnar koma að svohljóðandi bókun:

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar styðja þau meginatriði sem finna má í fyrirliggjandi breytingum á Aðalskipulagi/hafnarsvæði.
Ljóst er að ein forsenda þessara breytinga á landnotkun er hugsanlegur/áformaður flutningur Tækniskólans til Hafnarfjarðar á hafnarsvæðið. Verkefnið er spennandi en að mörgu er að huga. Eftir umræður í bæjarstjórn telja bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar mikilvægt að fá allar staðreyndir upp á borð, svo sem varðandi fjárhagslegar skuldbindingar bæjarins, deiliskipulag, vegamál og fleira. Í því ljósi er óskað eftir ítarlegri greinargerð bæjarstjóra varðandi stöðu málsins í ljósi ofanritaðs, næstu skref og tímasetningar. Greinargerð bæjarstjóra liggi fyrir 1.október.