Hildur Rós Guðbjargardóttir tekur til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kemur til andsvars.
Guðmundur Árni Stefánsson tekur til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs og hafnarstjórnar.
Fulltrúar Samfylkingarinnar koma að svohljóðandi bókun:
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar styðja þau meginatriði sem finna má í fyrirliggjandi breytingum á Aðalskipulagi/hafnarsvæði.
Ljóst er að ein forsenda þessara breytinga á landnotkun er hugsanlegur/áformaður flutningur Tækniskólans til Hafnarfjarðar á hafnarsvæðið. Verkefnið er spennandi en að mörgu er að huga. Eftir umræður í bæjarstjórn telja bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar mikilvægt að fá allar staðreyndir upp á borð, svo sem varðandi fjárhagslegar skuldbindingar bæjarins, deiliskipulag, vegamál og fleira. Í því ljósi er óskað eftir ítarlegri greinargerð bæjarstjóra varðandi stöðu málsins í ljósi ofanritaðs, næstu skref og tímasetningar. Greinargerð bæjarstjóra liggi fyrir 1.október.