Samband íslenskra sveitarfélaga fer með fullnaðarumboð til kjarasamningagerðar fyrir hönd sveitarfélaganna í landinu, m.a. fyrir hönd Hafnarfjarðarkaupstaðar. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 17. janúar 2019 að fela Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningagerðar fyrir sína hönd og þar kemur m.a. fram:
„Umboð þetta er fullnaðarumboð og eftir að það hefur verið gefið er sveitarfélaginu/stofnuninni ekki heimilt að hafa afskipti af kjarasamningagerð. Sveitarfélagið/stofnunin skuldbindur sig til að hlíta markmiðum og stefnu sambandsins í kjaramálum og þeim kjarasamningum sem sambandið gerir fyrir þess hönd í öllum atriðum, með staðfestingu stjórnar sambandsins.“
Bæjarráð vonast til að farsæl niðurstaða náist í kjarasamningum sem fyrst, öllum til hagsbóta.