Hjallabraut, deiliskipulagsbreyting
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 711
17. ágúst, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Á fundi bæjarstjórnar þann 5. feb. s.l. var Hjallabraut, deiliskipulagsbreytingu vísað aftur til skipulags- og byggingarráðs. Lögð var fram breytt tillaga sem gerir ráð fyrir fækkun á húsum. Lagður fram endurgerður deiliskipulagsuppdráttur Bj.snæ arkitekta, dags. 02.04.2020, sem tekur mið af fækkun húsa og framkomnum athugasemdum. Skipulags- og byggingarráð samþykkti þann 21.04.2020 breytta tillögu að deiliskipulagi og að auglýsa hana í samræmi við 41.gr.skipulagslaga. Bæjarstjórn samþykkti afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs. Tillagan var auglýst 02.04.-02.06.2020. Athugasemdir bárust.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir endurgert deiliskipulag Hjallabrautar og að erindinu verði lokið í samræmi við 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga. Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa. Erindinu er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.