Hjallabraut, deiliskipulagsbreyting
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1856
28. október, 2020
Annað
Fyrirspurn
Til umræðu
Svar

Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson og kemur að svohljóðandi bókun:

Það er ljóst að talsverður vandræðagangur hefur verið í meðförum meirihlutans í þessu máli og kostnaður er komin umtalsvert fram úr því sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Í ljósi þess finnst okkur rétt að taka undir bókun fulltrúa okkar í ráðinu og leggja áherslu á að málið verði skoðað nánar varðandi þá framúrkeyrslu sem er staðreyndin í þessu máli.

Friðþjófur Helgi Karlsson
Árni Rúnar Þorvaldsson

Þá tekur Ingi Tómasson til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kemur til andsvars. Einnig Árni Rúnar Þorvaldsson og svarar Ingi andsvari. Árni Rúnar kemur þá til andsvars öðru sinni sem Ingi svarar einnig öðru sinni.

Þá tekur Árni Rúnar til máls. Til andsvars kemur Ingi Tómasson og svarar Árni Rúnar andsvari.

Þá tekur Ágúst Bjarni Garðarsson til máls og kemur Árni Rúnar til andsvars. Ágúst Bjarni svarar andsvari.

Ingi Tómasson kemur að svohljóðandi bókun:

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:
Formleg vinna við aðal- og deiliskipulagsbreytingu hófst með samþykkt skipulags- og byggingarráðs þann 13. desember 2016 um skipulagsbreytingar við Hjallabraut. Í upphafi og allan feril málsins hafa allir fulltrúar í skipulags- og byggingarráði verið samstíga um að vanda til verka og skila tillögu þar sem íbúar gætu glöggvað sig vel á fyrirhuguðum byggingum á svæðinu.
Eins og skýrt kemur fram í minnisblaði skipulagsfulltrúa hefur skipulagsgerðin tekið nokkrum breytingum á tímabilinu, m.a. var bætt við bílastæðum við hvert hús ásamt nokkrum öðrum breytingum á þeim tíma, hætt við færslu Hjallabrautar og að síðustu var ákveðið að fækka húsum á skipulagssvæðinu og setja inn þrjú einbýlishús í staðin.
Vinna við gerð tveggja deiliskipulagstillagna vegna Hjallabrautar hefur ávallt farið fram og verið samþykkt á fundum skipulags- og byggingaráðs. Meirihluti skipulags- og byggingarráðs og bæjarstjórnar hefur alla tíð verið þeirrar skoðunar að mikilvægt sé og hafi verið að vanda vel til verka, enda er hér um að ræða svæði sem bæði er í nálægð við gróin íbúðahverfi og eitt af fallegustu útivistarsvæðum bæjarfélagsins.
Góð tillaga liggur nú fyrir eftir ítarlega og mikilvæga vinnu, þar sem allir þættir máls voru kannaðir, og hefur alla tíð verið uppi á borðum og unnin með vitund og vitneskju allra þeirra sem sitja í skipulags- og byggingaráði. Ánægjulegt verður að sjá húsnæði rísa á þessu fallega þéttingarsvæði.