Hjallabraut, deiliskipulagsbreyting
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1851
19. ágúst, 2020
Annað
Fyrirspurn
1.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 17.ágúst sl. Á fundi bæjarstjórnar þann 5. feb. s.l. var Hjallabraut, deiliskipulagsbreytingu vísað aftur til skipulags- og byggingarráðs. Lögð var fram breytt tillaga sem gerir ráð fyrir fækkun á húsum. Lagður fram endurgerður deiliskipulagsuppdráttur Bj.snæ arkitekta, dags. 02.04.2020, sem tekur mið af fækkun húsa og framkomnum athugasemdum. Skipulags- og byggingarráð samþykkti þann 21.04.2020 breytta tillögu að deiliskipulagi og að auglýsa hana í samræmi við 41.gr.skipulagslaga. Bæjarstjórn samþykkti afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs. Tillagan var auglýst 02.04.-02.06.2020. Athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir endurgert deiliskipulag Hjallabrautar og að erindinu verði lokið í samræmi við 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga. Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa. Erindinu er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Svar

Ingi Tómasson tekur til máls. Einnig Friðþjófur Helgi Karlsson. Til andsvars kemur Ingi Tómasson sem og Ágúst Bjarni Garðarsson.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs með 9 greiddum atkvæðum en fulltrúar Samfylkingarinnar sitja hjá.

Friðþjófur Helgi Karlsson kemur að svohljóðandi bókun.

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar harma þann hringlandahátt sem einkennt hefur vinnu meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í þessu máli. Á fundi skipulags - og byggingaráðs þann 17. desember, 2019 var samþykkt tillaga að deiliskipulagi lágreistrar byggðar. Það var loks tekið fyrir í bæjarstjórn í febrúar, en þá var því vísað aftur til ráðsins. Á fundi Skipulags- og byggingaráðs þann 21. apríl sl. lá fyrir alveg ný tillaga með umtalsverðum breytingum frá annarri arkitektaskrifstofu en gerði upphaflegu tillöguna. Engar ástæður voru tilgreindar fyrir þessum breytingum sem hafa verið unnar með ærnum tilkostnaði. Því miður er þetta enn eitt dæmið hjá meirihlutanum um hringlandann í skipulagsmálum og hvernig málum er þvælt fram og til baka innan kerfisins með tilheyrandi kostnaði sem kemur niður á áformum um uppbygginu íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði. Það er til marks um vinnubrögð meirihlutans í málinu að fyrirspurn Samfylkingarinnar sem lögð var fram á fundi ráðsins þann 30. júní sl. hefur enn ekki verið svarað. Hún er því ítrekuð hér að nýju: 1. Hver er kostnaðurinn við gerð tveggja tillagna að deiliskipulagi fyrir Hjallabrautina? 2. Hver er áætlaður heildarkostnaðurinn vegna þeirra vinnu? 3. Áður en vinna við deiliskipulagið hófst hver var kostnaðaráætlunin vegna þessarar vinnu? Óskað er eftir sundurliðun kostnaðar með tilliti til aðkeyptrar þjónustu.

Ingi Tómasson tekur til máls undir fundarsköpum. Árni Rúnar Þorvaldsson kemur að stuttri athugasemd.

Fundarhlé kl. 16:45. fundi framhaldið kl. 16:55.

Þá kemur Ingi Tómasson að stuttri athugasemd.