Fyrirspurn
7. liður úr fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 11. ágúst sl.
Lagður fram uppdráttur er gerir grein fyrir breyttum mörkum deilskipulagsins "Íbúðarhverfi í Norðurbæ". Mörk breytingarinnar afmarkast af Hjallabraut í vestur, aðalgöngustíg í austur, hringtorgi til norðurs og bílastæðum við skátaheimilið og göngustíg til suðurs. Hin breyttu deiliskipulagsmörk voru auglýst samhliða deiliskipulagsbreytingu við Hjallabraut. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytt skipulagsmörk, og að erindinu verði lokið í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga.