Fyrirspurn
KB Verk ehf. sækir þann 15.08.2019 um breytingu á deiliskipulagi. Tillagan felur í sér að nýrri innkeyrslu er bætt við. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 21.8.2019 var samþykkt að grenndarkynna breytingartillöguna í samræmi við 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Erindið var grenndarkynnt frá 28.08.-25.09.2019. Engar athugasemdir bárust.