Samtök grænkera á Íslandi, áskorun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3526
29. ágúst, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram áskorun frá Samtökum grænkera á Íslandi til umhverfisráðherra, ríkisstjórnar og sveitarfélaga Íslands.
Svar

Bæjarráð vekur athygli á því að í haust voru gerðar breytingar í matarþjónustu Hafnarfjarðarbæjar sem stuðla að aukni aðgengi skólabarna að hollri og góðri næringu allan skóladaginn og valkostum hefur verið fjölgað. Frír hafragrautur og lýsi er í boði fyrir alla nemendur í upphafi skóladags, boðið er upp á áskrift að ávöxtum/grænmeti um miðjan morgun og val er um tvo rétti daglega í áskrift að hádegisverði þar sem annar rétturinn er með grænmetisáherslu og er hugsaður sem valkostur við kjöt eða fisk. Í nýlegu útboði um skólamat var lögð áhersla á að matvæli skyldu vera framleidd sem næst neytandanum, svokallaða staðbundna framleiðslu, sem skyldi koma til móts við auknar kröfur um gæði, hreinleika og umhverfisvernd.