Bæjarráð lýsir yfir ánægju með niðurstöðu úttektarinnar sem staðfestir að jafnlaunakerfi bæjarfélagsins er virkt og hannað til að jafnréttis sé gætt við launasetningar. Hafnarfjarðarbær er fyrsta sveitarfélagið í landinu sem fær slíka vottun endurnýjaða. Bæjarráð samþykkir jafnframt að unnið verði að áframhaldandi vottun fyrir bæjarfélagið.
Áheyrnafulltrúi Viðreisnar leggur fram eftirfarandi bókun: Fulltrúi Viðreisnar fagnar því sérstaklega hversu vel hefur tekist í þessu mikilvæga máli. Hafnarfjarðarbær sýnir og sannar mikilvægi jafnlaunavottunar.