Til máls tekur Ingi Tómasson.
Einnig tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls sem og Adda María Jóhannsdóttir.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.
Adda María kemur að svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingar minna á að nokkrar hugmyndir eru að þéttingarreitum á svæðinu í kringum hamarinn ? og mikilvægt að huga að heildrænu skipulagi hverfisins. Við þéttingu byggðar er einnig mikilvægt að huga að nauðsynlegum innviðum hverfa. Í því samhengi minnum við á stöðu leikskólamála í hverfinu og hvetjum til þess að hugað verði að uppbyggingu leikskóla samhliða frekari þéttingaráformum.
Adda María Jóhannsdóttir
Friðþjófur Helgi Karlsson
Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:
Bæjarfulltrúi Bæjarlistans hvetur skipulagsyfirvöld bæjarins til að gæta að sögulegu og menningarlegu mikilvægi Þóruklappar í lóðinni fyrir aftan St. Jósefsspítala. Á tillögu að deiliskipulagsbreytingu er svæðið merkt sem "klappir" en ekki er auðvelt í fljótu bragði að sjá hvar á lóðarskipulagi það lendir. Saga klapparinnar er falleg og nátengd bæjarsál Hafnarfjarðar og vel þess virði að standa vörð um hana.