Hlíðarbraut 10, þétting byggðar
Hlíðarbraut 10
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3552
16. júlí, 2020
Annað
Fyrirspurn
5.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 30.júní sl. Afgreiðslu frestað á fundi bæjarráðs 2.júlí sl. Tekið fyrir að nýju.
Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 10. mars. s.l. var samþykkt að auglýsa tillögur að breyttu deiliskipulagi og aðalskipulagi vegna lóðanna við Hlíðarbraut 10 og Suðurgötu 41. Erindið var staðfest í bæjarstjórn þann 18. mars. Tillagan ásamt fylgigögnum var auglýst frá 23.04-04.06.2020. Athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð vegna framkominna athugasemda. Lögð fram greinargerð skipulagsfulltrúa.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða umsögn skipulagsfulltrúa og að erindinu verði lokið í samræmi við 42.gr. skipulagslaga. Erindinu vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að útlitsteikningar og skilmálar verði lagðar fyrir ráðið og kynntar íbúum.
Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi mætir til fundarins.
Svar

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Hlíðarbraut 10 og Suðurgötu 41. Fulltrúi Samfylkingar situr hjá.

Adda María Jóhannsdóttir fulltrúi Samfylkingar leggur fram svohljóðandi bókun: Fyrirhuguð uppbygging við Hlíðarbraut 10 er á reit þar sem nú stendur bygging sem áður hýsti leikskólann Kató og var lokað á seinasta kjörtímabili þrátt fyrir mótmæli. Eins og fulltrúar Samfylkingarinnar hafa ítrekað bent á er mikill skortur á leikskólaplássum í hverfinu sem mikilvægt er að bregðast við. Núverandi meirihluti hyggur á uppbyggingu á nokkrum reitum í þessu sama hverfi án þess að nokkur skref hafi verið tekin að því að byggja þar upp nýjan leikskóla. Undirrituð minnir á að við þéttingu byggðar er mikilvægt að huga að nauðsynlegum innnviðum og eflingu nærsamfélags eins og m.a. kemur fram í Landsskipulagsstefnu 2015-2026 sem finna má á vef Skipulagsstofnunnar. Á meðan ekki er hugað að þeim mikilvægum innviðum sem leikskólar eru getur undirrituð ekki stutt við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í hverfinu og situr hjá við afgreiðsluna.