Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð vegna framkominna athugasemda.
Fulltrúi Bæjarlistans bókar eftirfarandi: Með vísan í ítarlegar athugasemdir Hollvinafélags St. Jósefsspítala, Lífsgæðaseturs St.Jó og íbúa í nágrenninu við tillögur um þéttingu byggðar við Hlíðarbraut 10 tel ég mikilvægt að bæjaryfirvöld gefi sér góðan tíma í að ræða nýtingu og framtíðarmöguleika þessa svæðis. Þess vegna er ekki tímabært að breyta aðalskipulagi og deiliskipulagi vegna umræddra lóða á þessari stundu.