Völuskarð 7, deiliskipulag
Völuskarð 7
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 690
3. desember, 2019
Samþykkt
Fyrirspurn
Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 22.10.2019 að grenndarkynna, með vísan til 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga, breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar 3, sem Valur Þór Sigurðsson sótti um þann 16.10.2019, vegna lóðarinnar að Völuskarði 7. Í breytingunni felst eftirfarandi: Byggingarreitur er færður innar á lóð sem nemur 3 m og færist um 2 m til suðausturs. Með breytingunni verði nú heimilt að húsið verði 2 hæðir í stað 1 og 2 hæða. Bundin byggingarlína við götu verði 6,85 m í stað 9. Einnig færast bílastæði innan lóðar og almenn bílastæði við götu til samræmis við þá tilfærslu. Að öðru leiti gilda skilmálar deiliskipulagsins. Grenndarkynnt var tímabilið 28.10.-25.11.2019. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytt deiliskipulag Völuskarðs 7 og að erindinu verði lokið í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr. 112/2010.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 227977 → skrá.is
Hnitnúmer: 10130521