Rauðhella 2, deiliskipulag
Rauðhella 2
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 781
15. janúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
Sveinbjörn Jónsson sækir um deiliskipulagsbreytingu þann 1.11.2019 f.h. Guðmundar Arasonar ehf. vegna lóðarinnar Rauðhella 2. Sótt er um stækkun byggingarreits og jafnframt hækkun nýtingarhlutfalls einnig að nýrri innkeyrslu verði bætt við á lóð. Samþykkt var á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 6.11.2019 að grenndarkynna tillögu að breyttu deiliskipulagi. Tillagan var grenndarkynnt tímabilið 13.12.2019-13.1.2020. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir breytingarnar og að málsmeðferð skuli lokið í samræmi við skipulagslög.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120054 → skrá.is
Hnitnúmer: 10029150