Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- Kópavogs og Garðabæjar fjárhagsáætlun 2020 og gjaldskrár
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3543
22. apríl, 2020
Annað
Fyrirspurn
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
"Fulltrúi Viðreisnar leggur til að heilbrigðisgjald verði lækkað á þá starfsemi sem gert hefur verið að loka vegna samkomubanns. Þetta á m.a. við um hárgreiðslustofur og rakara, snyrtistofur o.fl. Lækkunin skal vera í réttu hlutfalli við fjölda daga sem starfseminni hefur gert að liggja niðri"
Svar

Ljóst er að erfiðar aðstæður eru í samfélaginu öllu sem hafa áður óþekkt áhrif á ýmsa starfsemi. Bæjarráð vísar fyrirliggjandi tillögu til Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- Kópavogs og Garðabæjar.