Útsvarsprósenta við álagningu 2020
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1837
27. nóvember, 2019
Annað
Fyrirspurn
4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 21.nóvember sl. Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að útsvarsprósenta við álagningu 2020 verði 14,48%.
Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra samþykkja fyrirliggjandi tillögu en fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlistans greiða atkvæði á móti tillögunni. Tillagan er því samþykkt og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Meirihluti Sjálftæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi: Framlögð fjárhagsáætlun sýnir að rekstur Hafnarfjarðarbæjar gengur vel og að fjárhagur bæjarfélagsins er traustur. Auk þess heldur skuldaviðmiðið áfram að lækka. Meirihlutinn hafnar þeirri tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar um að hækka útsvarið upp í leyfilegt hámark. Slíkt hefði í för með sér tekjuskerðingu fyrir bæjarbúa eða með öðrum orðum; útborguð laun íbúa bæjarfélagsins lækka. Slíkt er ekki samræmi við stefnu núverandi meirihluta sem hefur það markmið að létta undir með fjölskyldufólki og jafnframt að tryggja að allar gjaldskrár sem snerta viðkvæmustu hópa samfélagsins séu ávallt þær lægstu á höfuðborgarsvæðinu.
Sigurður Þ. Ragnarsson leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Miðflokksins telur eðlilegt að sveitarfélagið nýti útsvarsskattstofn sinn að fullu þ.e. 14,52% í stað 14,48% eins og nú er. Bæjarfélaginu munar talsvert um þá fjármuni sem fást með þessu meðan kostnaður launþegans er algjörlega óverulegur. Því telur fulltrúi Miðflokksins eðlilegt að nýta útsvarið að fullu.
Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar bókað. Það er einkennileg forgangsröðun að um leið og lagðar eru fram tillögur til fjárhagsáætlunar um hækkun á gjaldskrám fyrir eldri borgara og öryrkja, og leigu í félagslegu húsnæði, langt umfram það sem skýr tilmæli eru um frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í tenglsum við lífskjarasamninga, sé áfram lagt til að heimildir til nýtingu skattstofna verði ekki fullnýttar. Þá tillögu getur undirrituð ekki stutt. Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu til við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun að sveitarfélagið myndi nýta leyfilegt útsvarshlutfall til að styrkja stöðu bæjarsjóðs. Þá tillögu hafa fulltrúar meirihlutans í bæjarráði nú fellt.
Það er dapurlegt að Hafnarfjarðarbær ætli ekki að styðja við lífskjarasamninga en kjósi frekar að halda útsvari óbreyttu. Það að fullnýta útsvar myndi þýða u.þ.b. 200 kr hækkun á mánuði á meðallaun ? og minna á laun undir meðallagi ? á meðan hækkun á umræddum gjaldskrám kemur til með að verða mun hærri upphæð hjá þeim sem á þjónustunni þurfa að halda.
Adda María Jóhannsdóttir
Guðlaug Kristjánsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Bæjarlistans ítrekar afstöðu sína frá umræðu um fjárhagsáætlun fyrir árið 2019, þar sem gagnrýnd var sú ákvörðun meirihlutans að auka lántökur og halda til streitu lækkun útsvars og fasteignaskatta og þar með varpa kostnaði af rekstri bæjarins inn í framtíðina. Á síðasta kjörtímabili var áætlað sérstaklega fyrir umframgreiðslum inn á lán og hins vegar áskilið að mögulegar ófyrirséðar umframtekjur færu í sama farveg. Fulltrúi Bæjarlistans saknar slíkrar ráðdeildar í meðferð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og óháðra. Það er ekki ábyrgt að afsala sér tekjum í nútíma en varpa þess í stað álögum inn í framtíðina á formi skulda. Ábyrgara væri að fullnýta skattstofna í rauntíma í ljósi núverandi rekstraraðstæðna bæjarsjóðs.
Svar

Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson og Adda María svarar andsvari. Þá kemur Ágúst Bjarni til andsvars öðru sinni sem Adda María svarar einnig örðu sinni.

Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir og svarar Guðlaug andsvari.

Þá tekur til máls Jón Ingi Hákonarson.

Einnig tekur til máls Ágúst Bjarni Garðarsson. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum frá fulltrúum meirihluta ásamt fulltrúa Viðreisnar en þær Adda María Jóhannsdóttir, Sigrún Sverrisdóttir, Bjarney Grendal Jóhannesdóttir og Guðlaug Kristjánsdóttir greiða atkvæði á móti.

Guðlaug Kristjánsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúi Bæjarlistans ítrekar afstöðu sína frá umræðu um fjárhagsáætlun fyrir árið 2019, þar sem gagnrýnd var sú ákvörðun meirihlutans að auka lántökur og halda til streitu lækkun útsvars og fasteignaskatta og þar með varpa kostnaði af rekstri bæjarins inn í framtíðina. Á síðasta kjörtímabili var áætlað sérstaklega fyrir umframgreiðslum inn á lán og hins vegar áskilið að mögulegar ófyrirséðar umframtekjur færu í sama farveg. Fulltrúi Bæjarlistans saknar slíkrar ráðdeildar í meðferð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og óháðra. Það er ekki ábyrgt að afsala sér tekjum í nútíma en varpa þess í stað álögum inn í framtíðina á formi skulda. Ábyrgara væri að fullnýta skattstofna í rauntíma í ljósi núverandi rekstraraðstæðna bæjarsjóðs.

Adda María Jóhannsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun:

Um leið og fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra leggja til að ekki eigi að nýta útsvarshlutfall til fulls stendur til að hækka gjaldskrár á tekjulága, eldri borgara og öryrkja langt umfram það sem mælst hefur verið til af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við lífskjarasamninga. Slíka tillögu geta fulltrúar Samfylkingarinnar ekki stutt. Ágóðinn af lægra útsvari er hverfandi á hvern bæjarbúa og nýtist helst þeim sem hæstar hafa tekjurnar. Fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir koma hins vegar til með að hafa neikvæð áhrif á ráðstöfunartekjur þeirra hópa sem um ræðir. Við gagnrýnum þessa forgangsröðun og greiðum atkvæði gegn tillögunni.

Adda María Jóhannsdóttir
Sigrún Sverrisdóttir

Ágúst Bjarni Garðarsson kemur að svohljóðandi bókun:

Framlögð fjárhagsáætlun sýnir að rekstur Hafnarfjarðarbæjar gengur vel og að fjárhagur bæjarfélagsins er traustur. Auk þess heldur skuldaviðmiðið áfram að lækka. Meirihlutinn hafnar þeirri tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar um að hækka útsvarið upp í leyfilegt hámark. Slíkt hefði í för með sér tekjuskerðingu fyrir bæjarbúa eða með öðrum orðum; útborguð laun íbúa bæjarfélagsins lækka. Slíkt er ekki samræmi við stefnu núverandi meirihluta sem hefur það markmið að létta undir með fjölskyldufólki og jafnframt að tryggja að allar gjaldskrár sem snerta viðkvæmustu hópa samfélagsins séu ávallt þær lægstu á höfuðborgarsvæðinu.