Cuxhaven, jólatré 2019
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3533
21. nóvember, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf frá Cuxhaven, vinabæ Hafnarfjarðar þar sem tilkynnt er um jólatré að gjöf til Hafnarfjarðar. Kveikt verður á jólaljósunum 29. nóvember nk.
Svar

Hafnarfjarðarbær og Cuxhaven hafa átt í vinasambandi í meira en 30 ár. Frá þeim tíma hefur bæjarfélagið fengið jólatré að gjöf sem skapað hefur skemmtilega hefð. Jólatréð verður staðsett í jólaþorpinu okkar og ljósin verði kveikt þann 29. nóvember kl. 18. Bæjarráð þakkar fyrir gjöfina og hvetur bæjarbúa til að fjölmenna við athöfnina.