Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir og svarar Rósa andsvari.
Einnig tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir og svarar Adda María andsvari. Þá kemur Rósa til andsvars öðru sinni.
Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson sem og Ingi Tómasson. Andsvari svarar Friðþjófur Helgi. Ingi kemur að andsvari öðru sinni sem Friðþjófur Helgi svarar einnig öðru sinni.
Þá tekur Jón Ingi Hákonarson til máls. Ágúst Bjarni kemur til andsvars og svarar Jón Ingi næst andsvari. Ágúst Bjarni kemur þá til andsvars öðru sinni.
Jón Ingi tekur þá til máls öðru sinni og Ágúst Bjarni kemur til andsvars.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi rekstrarsamning við FH með 7 greiddum atkvæðum meirihluta ásamt fulltrúa Miðflokksins en fjórir bæjarfulltrúar sitja hjá.
Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:
Rekstrarsamningur sá sem hér liggur til samþykktar kveður m.a. á um afnot af íþróttamannvirkjum, þ.m.t. gervigrasvöllum og knatthúsum. Í 2. gr. samningsins kemur fram að Íþróttabandalag Hafnarfjarðar sjái um að úthluta aðildarfélögum sínum æfingatímum skv. ákvörðun íþrótta- og tómstundanefndar. Með bókun þann 27. nóvember sl. beindi nefndin því til aðila að semja sem fyrst um tímaúthlutun gervigrasvalla. Þar sem tímaúthlutunin er enn ófrágenginn teljum við ótímabært að ganga frá rekstrarsamningi og sitjum því hjá við afgreiðsluna.
Adda María Jóhannsdóttir
Friðþjófur Helgi Karlsson
Jón Ingi Hákonarson kemur að svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Viðreisnar situr hjá við afgreiðslu á rekstrarsamningi við Kaplakrika. Ástæðan er sú að bæjarfulltrúi setur spurningamerki við þrjá liði í rekstraráætlun Skessunar.
1. Launakostnaður vegna stjórnunar kr 4.850.000 kr er óljós. Starfslýsingu vantar
2. Kostnaður vegna viðhalds gervigrass kr 8.725.000, vantar skýringar á kostnaðarmati.
3. Liðurinn endurnýjun gervigrass kr 8.950.000 ætti að vera tekinn í gegnum afskriftir en ekki í gegnum sjóðsstreymi. Skýringar á þessari aðferð vantar.
Hér er um 25 milljónir sem þarfnast nánari skoðunar og því getur bæjarfulltrúi ekki samþykkt þennan samning án nánari skýringa á ofantöldu
Jón Ingi Hákonarson