Samningur við Rio tinto og ÍBH um íþróttir, 2019
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1839
8. janúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
6.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 18.desember sl. Samningur við Rio tinto og ÍBH um styrki til íþróttahreyfingunnar í Hafnarfirð fyrir árið 2020 lagður fram til samþykktar.
Markmið samningsins er að ýta undir aukið menntunarstig þjálfara og jafna kynjahlutföll þar sem það á við.
Fræðsluráð samþykkir samninginn og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Svar

Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir og svarar Friðþjófur Helgi andsvari.

Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir.

Einnig tekur til máls Sigurður Þ. Ragnarsson. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning um styrki til íþróttahreyfingarinnar í Hafnarfirði.