Jólablað um Hafnarfjörð, fyrirspurn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3534
5. desember, 2019
Annað
Fyrirspurn
Fulltrúi Samfylkingar leggur fram eftirfarandi fyrirspurnir: 1. Jólablað um Hafnarfjörð 1) Hvar var ákvörðun tekin um útgáfu blaðsins? 2) Hvar var því dreift? 3) Hver er kostnaðurinn við útgáfu, prentun og dreifingu blaðsins? 4) Var tilboða leitað?
Svar

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Miðflokksins, Bæjarlistans og Viðreisnar þakka framlögð svör en setja jafnframt spurningamerki við upplegg og framkvæmd við útgáfu blaðsins. Eins og fram kemur í 15. gr. laga um opinber innkaup skal gæta jafnræðis, meðalhófs og gagnsæis. Markmið laganna er m.a. að tryggja jafnræði fyrirtækja og stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri.