Breiðvangur 40 dagsektir
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 778
12. desember, 2019
Annað
Fyrirspurn
Breiðvangur 40, dagsektir, búið er að byggja við bilskúr. Eiganda hefur verið send bréf vegna viðbyggingarinnar sem eru ekki í samræmi við samþykktar teikningar en ekki brugðist við.
Svar

Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda Breiðvangs 40. Búið er að byggja við bílskúr og ekki hefur verið sótt um byggingarleyfi vegna framkvæmdanna. Eigandi hefur fengið bréf þess efnis en ekki brugðist við. Dagsektir verða lagðar á frá og með 30. desember 2019 og eru 20.000kr. á dag í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.