Flugeldasýning við Hvaleyarlón
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 779
18. desember, 2019
Annað
Fyrirspurn
Björgunarsveit Hafnarfjarðar óskar eftir að halda flugeldasýningu sunnudaginn 29. desember nk. kl. 20.30 skv. meðfylgjandi gögnum. Sýningin tekur um hálftíma.
Svar

Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að flugeldasýningin verði haldin á umræddum stað og tíma að uppfylltum þeim leyfum sem skylt er að afla í tengslum við slíkar sýningar. Hafa þarf samráð við Golfklúbbinn Keili.