Fyrirspurn
6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 21.apríl sl.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 5. febrúar 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hleina að Langeyrarmölum vegna lóðarinnar við Brúsastaði II, í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst í að afmarkaður er byggingarreitur sem er 14m x 14m. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,5 í stað 0,42. Hámarkshæð byggingar verður 7m. Allir aðrir skilmálar eru óbreyttir. Tillagan var kynnt 19.02.- 01.04.2020. Athugasemd barst. Lögð fram greinargerð skipulagsfulltrúa.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir greinargerð skipulagsfulltrúa og samþykkir breytt deiliskipulag Brúsastaða 2 og vísar erindinu til bæjarstjórnar.