Sumarstörf Hafnarfjarðarbæjar 2020
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3547
4. júní, 2020
Annað
Fyrirspurn
4. tl. úr fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 27. maí sl. "Umsóknir ungmenna 17 ára og yngri í Vinnuskóla Hafnarfjarðar hafa aldrei verið fleiri en nú. Minnisblað lagt fram. Ljóst er að umsækjendafjöldi hefur þegar farið fram yfir áætlanir. Til að geta ráðið alla umsækjendur 14-17 ára og haldið þeim í virkni í sumar óskar íþrótta- og tómstundanefnd eftir 69 milljón króna viðauka hjá bæjarráði til að geta staðið undir þeim kostnaði. Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur fjölgað sumarstörfum fyrir framhalds- og háskólastúdenta um 250. Íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir því að helmingur þeirra starfa flytjist beint til Vinnuskóla Hafnarfjarðar þar sem þeim verður ráðstafað sem flokkstjórar yfir unglingum og til íþrótta- og tómstundafélaga vegna aukinni umsvifa þar vegna námskeiða og sumarverkefna."
Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi mætir á fundinn.
Svar

Bæjarráð samþykkir að allir umsækjendur á aldrinum 14-17 ára fái sumarstarf hjá Hafnarfjarðarbæ. Breytingu á fjárhagsáætlun er vísað til næstu viðaukagerðar.

Bæjarráð samþykkir að Vinnuskóli Hafnarfjarðar fái úthlutað allt að 120 auka sumarstörfum fyrir framhalds- og háskólastúdenta. Verði þeim störfum ráðstafað sem flokkstjórum og til íþrótta- og tómstundafélaga vegna aukinna umsvifa þar vegna námskeiða og sumarverkefna. Er ráðstöfunin í samræmi við aðgerðaáætlun bæjarstjórnar vegna áhrifa COVID-19.