Samvinna eftir skilnað
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1840
22. janúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
3.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 17.janúar sl. Gyða Hjartardóttir, félagsráðgjafi MA og aðjúknt við HÍ og umsjónarmaður verkefnis félags- og barnamálaráðherra um eflingu skilnaðarráðgjafar mætir á fundinn og fer yfir hugmyndir að verkefni vegna innleiðingar og eflingar á nýrri framkvæmd félagslegrar ráðgjafar sem sérstaklega snýr að skilnaðarráðgjöf sbr. 17.gr.laga um félagsþjónustu sveitafélaga. Markmið verkefnisins er að innleiða og þróa nýtt vinnulag í samstarfi við ráðherra.
Fjölskylduráð þakkar Gyðu Hjartardóttur fyrir góða kynningu.
Fjölskylduráð tekur jákvætt í þetta verkefni. Sviðsstjóra falið að taka saman minnisblað um það hvernig þetta verður útfært á sviðinu, hvernig verklag mun breytast og hvaða áhrif þetta hefur á vinnuálag starfsmanna. Sviðsstjóra er falið að vinna þetta áfram og ganga til samninga við ráðuneytið. Um er að ræða tilraunaverkefni sem ber yfirskriftina Samvinna eftir skilnað (SES). Fjölskylduráð þakkar fyrir að Hafnarfjörður hafi verið valinn til að taka þátt í þessu verkefni. Verkefnið felur í sér aukna þjónustu fyrir fjölskyldur.
Verkefninu vísað til bæjarstjórnar til kynningar.
Svar

Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir.