Ábyrgð Hafnarfjarðarkaupstaðar, lántaka húsnæðissjálfseignarstofnun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3536
16. janúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
"Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, með vísan til 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, að veita einfalda ábyrgð til tryggingar veðlánum til sem Lífeyrissjóðurinn Festa veitir Skarðshlíð íbúðarfélagi hses kt. 410318-1800 að fjárhæð kr. 203.500.000 til 40 ára í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggur fyrir fundinum. Veðlánin eru tryggð með veði í fasteignum Skarðshlíðar íbúðarfélags hses við Hádegisskarð 12 og 16. Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita ábyrgðaryfirlýsingu við Festa lífeyrissjóð sbr. framangreint.
Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.
Svar

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, með vísan til 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, að veita einfalda ábyrgð til tryggingar veðlánum sem Lífeyrissjóðurinn Festa veitir Skarðshlíð íbúðarfélagi hses kt. 410318-1800 að fjárhæð kr. 203.500.000 til 40 ára í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggur fyrir fundinum. Veðlánin eru tryggð með veði í fasteignum Skarðshlíðar íbúðarfélags hses við Hádegisskarð 12 og 16. Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita ábyrgðaryfirlýsingu við Festa lífeyrissjóð sbr. framangreint.