Fyrirspurn
10.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 30.janúar sl.
Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins
Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi bókun:
"Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 1.130.000.000.- kr. til 14 ára, með lokagjalddaga 5. apríl 2034 í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggur fyrir fundinum. Um er að ræða tvo samhljóðandi lánasamninga, annan að fjárhæð 500.000.000.- kr. og hinn 630.000.000.- kr.
Lánin eru til fjármögnunar á erlendu kúluláni sem er á eindaga á árinu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Til tryggingar lánunum standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamninga við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns."