Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 724
29. desember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lagðar fram tillögur sem vísað var til skipulags- og byggingarráðs frá umhverfis og framkvæmdaráði þann 9.12.2020.
Svar

Varðandi tillögu 12 þá ítrekar skipulags- og byggingarráð bókun sína frá 14.1.2020 en þar segir: "Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við kynningu á skipulagslýsingu vegna Óla Run túns og breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna landnotkunar svæðisins."

Skipulags- og byggingarráð vísar tillögu 13 um svæði til vetraríþrótta til skoðunar á umhverfis- og skipulagssviði.