Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 722
1. desember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram til umræðu tillaga um að auka lóðaframboð sem vísað var til skipulags- og byggingarráðs á bæjarstjórnarfundi þann 25.11.2020.
Svar

Skipulags- og byggingarráð bókar eftirfarandi vegna tillögu Viðreisnar sem vísað var til skipulags- og byggingarráðs: Enn eru lausar lóðir undir sérbýli í Skarðshlíð. Í Hamranesi er unnið að gatnagerð þar sem búið er að úthluta íbúðum undir 298 íbúðir í fjölbýli og veita lóðarvilyrði á þróunarreitum fyrir um 485 íbúðir, gert er ráð fyrir um 1.500 íbúðum í Hamranesi. Á Hraunum vestur - Gjótur hefur meirihluti bæjarstjórnar samþykkt deiliskipulag fyrir 490 íbúðir, rammaskipulag fyrir allt svæðið gerir ráð fyrir um 2000 íbúðum. Í nýsamþykktu deiliskipulagi Ásvalla er gert ráð fyrir 100 - 110 íbúðum í fjölbýli. Samkvæmt þessu er fullunnið skipulag eða á teikniborðinu skipulag fyrir um 1.380 íbúðir í fjölbýli auk sérbýla í Skarðshlíð. Unnið að skipulagi á hafnarsvæðinu þar sem gert er ráð fyrir um 1500 íbúðum. Á þéttingarreitum er tilbúið skipulags fyrir um 60 - 70 íbúðir. Miðspá Hagstofunnar um íbúaþróun svo og Húsnæðisstefna Hafnarfjarðar frá árinu 2018 gerir ráð fyrir þörf á um 200 íbúðum á ári.