Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða skipulagslýsingu og að málsmeðferð verði í samræmi við 30.gr. skipulagslaga. Jafnframt er erindinu vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Skipulags- og byggingarráð leggur til að allri skipulagsvinnu vegna færslu Reykjanesbrautarinnar verði hraðað eins og kostur er. Mikilvægt er nú að Vegagerðin komi að fullum krafti inn í málið og hraði umhverfismati svo hægt verði að hefja framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautarinnar frá gatnamótunum við Krýsuvík að Hvassahrauni hið fyrsta. Skipulags- og byggingarráð leggur áherslu á að samstaða sé um þetta mikilvæga mál hjá öllum þeim aðilum sem að því koma. Það er enginn vafi á um hversu aðkallandi þessi aðgerð er fyrir umferðaröryggi og samfélagið.