Reykjanesbraut, tvöföldun, aðalskipulagsbreyting
Reykjanesbraut
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 743
5. október, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 17.3.2021 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar ásamt umhverfisskýrslu. Tillagan var auglýst 9.7-23.8.2021. Frummatsskýrsla, þar sem lagt er mat á umhverfisáhrif framkvæmdarinnar, var auglýst samhliða. Athugasemd barst. Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa á fundi sínum þann 24.8.2021 að taka saman umsögn vegna framkominna athugasemda. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa ásamt uppfærðum uppdrætti þar sem tekið hefur verið tillit til þeirra athugasemda sem bárust.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir uppfærð gögn vegna breytinga á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og að erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög. Erindinu er vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 197313 → skrá.is
Hnitnúmer: 10121182