Reykjanesbraut, tvöföldun, aðalskipulagsbreyting
Reykjanesbraut
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1841
5. febrúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
1.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 28.janúar sl. Tekin til umræðu aðalskipulagsbreyting vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar. Lögð fram greinargerð Vegagerðarinnar um Reykjanesbraut, færsla við Straumsvík, dags. janúar 2020.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafin verði vinna við breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar á núverandi vegstæði, frá Krýsuvíkurvegi að mörkum Sveitarfélagsins Voga í samræmi við 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er erindinu vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
Á fundi Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto á Íslandi kom fram að aðilar eru sammála um mikilvægi þess að bæta umferðaröryggi á Reykjanesbraut og munu aðilar leggja sitt af mörkum til að ljúka megi tvöföldun brautarinnar frá gatnamótunum við Krýsuvík að Hvassahrauni á fyrsta tímabili samgönguáætlunar.
Samgönguráðherra og Vegagerðin hafa lagt áherslu á, í samræmi við ný gögn, að brautin verði tvöfölduð á núverandi vegstað. Til að svo megi verða þarf að gera breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar og mun bærinn vinna þær í nánu samstarfi við fyrirtækið. Við breytingar á skipulaginu þarf um leið að treysta athafnasvæði Rio Tinto, en starfsemi fyrirtækisins er mikilvæg fyrir Hafnarfjörð.
Svar

Til máls taka Rósa Guðbjartsdóttir, Guðlaug Kristjánsdóttir og Friðþjófur Helgi Karlsson. Þá kemur Ágúst Bjarni Garðarsson til andsvars við ræðu Friðþjófs Helga. Einnig kemur Ingi Tómasson til andsvars og svarar Friðþjófur andsvari. Ingi kemur þá til andsvars öðru sinni sem Friðþjófur Helgi svarar öðru sinni.

Þá tekur Ágúst Bjarni Garðarsson til máls og til andsvars kemur Friðþjófur Helgi.

Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson.

Einnig tekur Jón Ingi Hákonarson til máls.

Þá tekur Friðþjófur Helgi til máls öðru sinni.

Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

Friðþjófur Helgi Karlsson víkur af fundi kl. 14:59 og í hans stað situr fundinn Stefán Már Gunnlaugsson.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 197313 → skrá.is
Hnitnúmer: 10121182