Reykjanesbraut, tvöföldun, aðalskipulagsbreyting
Reykjanesbraut
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1846
29. apríl, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
4.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 7.apríl sl. Á fundi bæjarstjórnar þann 7. feb. s.l. staðfesti bæjarstjórn samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs frá 28 jan. s.l. um aðalskipulagsbreytingu vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar. Lögð fram skipulagslýsing í samræmi við 30.gr. skipulagslaga.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða skipulagslýsingu og að málsmeðferð verði í samræmi við 30.gr. skipulagslaga. Jafnframt er erindinu vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar. Skipulags- og byggingarráð leggur til að allri skipulagsvinnu vegna færslu Reykjanesbrautarinnar verði hraðað eins og kostur er. Mikilvægt er nú að Vegagerðin komi að fullum krafti inn í málið og hraði umhverfismati svo hægt verði að hefja framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautarinnar frá gatnamótunum við Krýsuvík að Hvassahrauni hið fyrsta. Skipulags- og byggingarráð leggur áherslu á að samstaða sé um þetta mikilvæga mál hjá öllum þeim aðilum sem að því koma. Það er enginn vafi á um hversu aðkallandi þessi aðgerð er fyrir umferðaröryggi og samfélagið.
Svar

Til máls tekur Ingi Tómasson. Einnig Friðþjófur Helgi Karlsson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 197313 → skrá.is
Hnitnúmer: 10121182