Brú lífeyrissjóður, réttindasafn eftirlaunasjóðs, endurgreiðsluhlutfall
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3562
3. desember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf frá Brú lífeyrissjóður dags. 17. nóv. sl. varðandi endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar.
Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs sat fundinn undir þessum lið.
Svar

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að endurgreiðsluhlutfall árið 2021 vegna réttindasafns Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar í B-deild Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga verði 70%.