Sorpa bs, tímabundin lántaka
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3539
27. febrúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá stjórn SORPU bs. dags. 24.febr. sl. um heimild til skammtímalántöku allt að kr. 600 millj. króna.
Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.
Svar

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingar, Miðflokks og Bæjarlistans í bæjarráði bóka eftirfarandi:

Sveitarstjórnir þeirra sveitarfélaga sem eiga og reka Sorpu bs bera endanlega ábyrgð ábyrgð á rekstri byggðasamlagsins. Eðlilegt að bæjarfulltrúar fái að sjá og leggja mat á þær áætlanir sem liggja til grundvallar þeirri lánveitingu sem er til afgreiðslu. Ef bæjarfulltrúar eiga að bera ábyrgð á rekstri Sorpu þá er nauðsynlegt við kringumstæður eins og félagið er í núna að þeir fái að sjá þær áætlanir sem byggt er á.

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óðháðra bókar eftirfarandi:

Stjórn Sorpu boðaði til fundar með öllum bæjarfulltrúum á höfuðborgarsvæðinu, mánudaginn 24. feb. sl., til að kynna stöðu og næstu skref í málefnum byggðasamlagsins. Stjórn byggðasamlagsins, framkvæmdastjóri og fjármálalegur ráðgjafi upplýstu um stöðuna og kynntu gögn þar að lútandi og áform um viðbrögð við lausafjárvanda Sorpu bs. Þar kom m.a. fram að unnið er að áætlun um greiningu á vanda fyrirtækisins og leiðir að úrbótum. Sú úttekt mun liggja fyrir í vor.