Aðalskipulag Grindavíkur 2018-2032, breyting, umsagnarbeiðni
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 745
2. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram til kynningar tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grindavíkur 2018-2032 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er hér kynnt í samræmi við 2.mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gerðar eru breytingar á þrem stöðum í aðalskipulagi Grindavíkur: Gert er ráð fyrir hreinsivirki fyrir skólp á hafnarsvæðinu í Grindavík og frárennslislögn til suðurs á Hópsnes og út í sjó. Bætt er við göngu- og reiðhjólastígum frá íbúðarsvæðum vestast í Grindavík. Tengjast þeir núverandi leiðum meðfram Nesvegi. Gerð er ráð fyrir stækkun golfvallar Grindavíkur við Húsatóftir (ÍÞ2).
Svar

Lagt fram til kynningar. Hafnarfjarðarbær gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar.