Skipulags- og byggingarráð fól umhverfis- og skipulagssviði að leggja fram tillögur varðandi 3. og 6. lið framlagðrar aðgerðaráætlunar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar vegna COVID-19 faraldursins. Í framlögðu yfirliti skipulagssviðs „Staða verkefna apríl 2020“ kemur fram að fjölbreytileiki og umfang verkefna sviðsins er mikið nú þegar, auk þess sem fjöldi verkefna berast á borð starfsmanna sviðsins daglega. Fyrirséð eru aukin verkefni sviðsins og mun samkvæmt því þurfa að halda óbreyttri fjárhagsáætlun um aðkeypta skipulagsvinnu. Töluverð uppbygging; skynsamleg og kröftug er framundan í Hafnarfirði sem taka verður tillit til. Skipulags- og byggingarráð þakkar starfsmönnum umhverfis- og skipulagssviðs fyrir gott og óeigingjarnt starf við krefjandi aðstæður.