Farið yfir stöðu mála á vinnu við að skapa ný störf í bæjarfélaginu sem hægt verði að bjóða hafnfirsku námsfólki og frumkvöðlum í sumar. Bæjarráð samþykkir að fjölga slíkum störfum um allt að 250 í sumar og að undirbúa opnun ,,Nýsköpunarstofu sumarsins“ í Menntasetrinu við Lækinn. Þar verði aðstaða fyrir fyrir ungmenni og frumkvöðla í sumar til að sinna nýsköpunarverkefnum eftir auglýsingar Hafnarfjarðarbæjar þar um og úthlutun verkefna.
Bæjarráð samþykkir tillögu 1 frá fjölskylduráði og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Fulltrúi Samfylkingarinnar situr hjá og tekur undir bókun fulltrúa Samfylkingarinnar í fjölskylduráði.
Bæjarráð samþykkir tillögu 2 frá fjölskylduráði og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Fulltrúar Bæjarlistans og Samfylkingarinnar taka undir bókun fulltrúa Viðreisnar og Bæjarlistans í fjölskylduráði.
Bæjarráð samþykkir tillögu 3 frá fjölskylduráði og vísar til úrvinnslu á fjármálasviði.
Bæjarráð samþykki tillögur fræðsluráðs og vísar til viðaukagerðar.
Bæjarráð samþykkir að farið verði í eftirtalin flýtiframkvæmdaverkefni að tillögu Umhverfis- og framkvæmdaráðs: Flatahraun, ný gatnamót; Flatahraun-hringtorg við Kaplakrika, Álfaberg-lokun á rými, Víðistaðaskóli-gardínur og Suðurbæjarlaug, þak. Um er að ræða kostnað upp á alls 203,5 milljónir króna. Málinu vísað til bæjarstjórnar og viðaukagerðar.