Covid 19, aðgerðaráætlun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3544
7. maí, 2020
Annað
Fyrirspurn
Farið yfir stöðuna. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins ásamt Sigurjóni Ólafssyni sviðsstjóra þjónustu- og þróunarsviðs og Andri Ómarsson verkefnastjóri.
1.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 29.apríl sl. Lagt fram til samþykktar
Fræðsluráð samþykkir tillögur um aðhald í rekstri og vísar til bæjarráðs til frekari samþykkis. Sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs er jafnframt falið að vinna að útfærslu á hverri tillögur fyrir sig.
1.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 28.apríl sl. Eftirfarandi tillögur eru lagðar fram til afgreiðslu ráðsins:
Tillaga 1 Í dag er jafnaðartaxti fyrir gjaldskrá heimaþjónustu, 757 kr. fyrir klst. Lagt er til að gjaldskrá heimaþjónustu verði tekjutengd með eftirfarandi hætti: - Einstaklingur með tekjur undir 326.300 kr. á mánuði borgar 0 kr. fyrir klst. - Einstaklingur með tekjur frá 326.300 til 391.560 kr. borgar 515 kr. fyrir klst. - Einstaklingur með hærri tekjur en 391.561 kr. borgar 1040 kr. fyrir klst. - Hjón með tekjur undir 530.239 kr. borga 0 kr. fyrir klst. - Hjón með tekjur frá 530.239 til 636.285 kr. borga 515 kr. fyrir klst. - Hjón með hærri tekjur en 636.286 kr. borga 1040 kr. fyrir klst.
Fulltrúar Framsóknar og óháðra, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar samþykkja þessa tillögu. Fulltrúi Samfylkingar situr hjá. Tillagan er samþykkt með fjórum atkvæðum.
Fulltrúi Samfylkingar leggur fram eftirfarandi bókun: Samfylkingin er í grunninn ekki mótfallin tekjutengingu eins og hér er lagt til. Hins vegar var tillaga Samfylkingarinnar um að draga til baka hækkanir á gjaldskrám síðasta árs ekki tekin til formlegrar umfjöllunar í Öldungaráði en þar hefði hún átt að vera afgreidd formlega eins og aðrar tillögur sem snúa að eldri borgurum. Einnig liggja ekki fyrir nægjanlega góðar upplýsingar um þau áhrif sem þessi breyting mun hafa í för með sér.
Fulltrúar Framsóknar og óháðra og Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi bókun: Þessi breyting á gjaldskrá er til þess að verja viðkvæmustu hópana. Þeir sem hafa lægstu tekjurnar greiða minnst fyrir þjónustuna, þeir sem hafa hærri tekjur borga meira. Þessi breyting er einnig afar kærkomin fyrir hóp þjónustuþega sem eru með tekjur frá 326.300 kr. til 391.560 kr. Þeir borga í dag 757 kr. fyrir þjónustuna en eftir breytingu borga þeir 515 kr. fyrir þjónustuna.
Tillögunni vísað til bæjarráðs.
Tillaga 2 Lagt er til að frístundastyrkur eldri borgara verði tekjutengdur með þeim hætti að einstaklingur með lægri tekjur en 391.560 kr. á mánuði eigi rétt til frístundastyrks en ekki þeir sem hafa hærri tekjur.
Tillaga tvö er samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Fulltrúar Viðreisnar og Bæjarlistans leggja áherslu á að ráðamenn bæjarins séu samstíga í þeim aðgerðum sem nú blasa við okkur í ljósi aðstæðna í samfélaginu og eru því samþykkir þessari tillögu. Engu að síður leggjum við áherslu á að málið verði tekið upp aftur og framtíðarfyrirkomulag þess skoðað vel, þegar afleiðingar núverandi ástands liggja ljósari fyrir.
Fulltrúi Samfylkingarinnar tekur undir bókun Viðreisnar- og Bæjarlistans um tillögu tvö.
Tillögunni vísað til bæjarráðs.
Tillaga 3 Í Drafnarhúsi/Strandgötu 75 er rekin dagdvöl fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma. Þar eru 24 rými. Hafnarfjarðarbær hefur greitt leiguna óháð því hvort þjónustuþegar eru með lögheimili í Hafnarfirði eða ekki. Lagt er til að þau sveitarfélög sem nýta þjónustuna í Drafnarhúsi greiði leigu í hlutfalli við fjölda þjónustuþega.
Tillaga þrjú er samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Tillögunni vísað til bæjarráðs.

Svar

Farið yfir stöðu mála á vinnu við að skapa ný störf í bæjarfélaginu sem hægt verði að bjóða hafnfirsku námsfólki og frumkvöðlum í sumar. Bæjarráð samþykkir að fjölga slíkum störfum um allt að 250 í sumar og að undirbúa opnun ,,Nýsköpunarstofu sumarsins“ í Menntasetrinu við Lækinn. Þar verði aðstaða fyrir fyrir ungmenni og frumkvöðla í sumar til að sinna nýsköpunarverkefnum eftir auglýsingar Hafnarfjarðarbæjar þar um og úthlutun verkefna.

Bæjarráð samþykkir tillögu 1 frá fjölskylduráði og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

Fulltrúi Samfylkingarinnar situr hjá og tekur undir bókun fulltrúa Samfylkingarinnar í fjölskylduráði.

Bæjarráð samþykkir tillögu 2 frá fjölskylduráði og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

Fulltrúar Bæjarlistans og Samfylkingarinnar taka undir bókun fulltrúa Viðreisnar og Bæjarlistans í fjölskylduráði.

Bæjarráð samþykkir tillögu 3 frá fjölskylduráði og vísar til úrvinnslu á fjármálasviði.

Bæjarráð samþykki tillögur fræðsluráðs og vísar til viðaukagerðar.

Bæjarráð samþykkir að farið verði í eftirtalin flýtiframkvæmdaverkefni að tillögu Umhverfis- og framkvæmdaráðs: Flatahraun, ný gatnamót; Flatahraun-hringtorg við Kaplakrika, Álfaberg-lokun á rými, Víðistaðaskóli-gardínur og Suðurbæjarlaug, þak. Um er að ræða kostnað upp á alls 203,5 milljónir króna. Málinu vísað til bæjarstjórnar og viðaukagerðar.